Ljóð fyrir letingja

“Yndisleg bók“
-Mamma

Fyrsta ljóðabókin mín samanstendur af stuttum ljóðum, örsögum og hvetjandi texta til að setja á plaköt. Á meðal þeirra eru einlægur texti til vina, vangaveltur um eðli metnaðar og óður til tilfinininganæmni katta meðal annars.

Bókin kostar 2500 krónur og hægt er að kaupa í gegnum Aur eða Kass appið með því að leggja upphæðina inná númerið 6643733 og skrifa Letingi í skýringu eða skilaboðum ásamt heimilisfangi. Bókin mætir síðan með pósti.

Möndulhalli inniheldur smásögur eftir tíu höfunda, þar á meðal eru þrjár sögur frá mér.

„Möndulhalli er tilvalin bók í sumarlesturinn, sögurnar eru vel flestar aðgengilegar, skemmtilegar, fróðlegar og vel skrifaðar. Þess utan er alltaf gott að hafa eitt smásagnasafn við höndina, til að geta lesið eina og eina sögu á milli bóka. Möndulhalli mun ekki valda vonbrigðum.“
-Lestrarklefinn